Laun hækkað eftir hrun?

Hef tekið eftir því að Íslendingar eru mjög sáttir við lækkun bensínverðs. Eins og við öll erum sem þurfa að kaupa eldsneyti. En man einhver eftir bensínverði fyrir hrun. Mér telst til at þá fékst 10 íslenskar krónur fyrir eina danska krónu. En núna kaupi ég næstum 21 krónu fyrir eina danska krónu. Hafa launin hækkað um helming frá því að krónan var 10 krónur fyrir eina danska?

Þegar ég tala við Íslendinga mér nærkomna tala þeir um að bensínverð sé það sama og á norðurlöndum af Noregi undanskyldum. Já ef gengið er margfaldað upp. En ef launin hafa ekki hækkað samsvarandi þá er bensínverð tvöfalt hærra á Íslandi en annarstaðar þar sem kaupmáttur hefur ekkert breyst.

Fyrir hrun kayptu Íslendingar líka bjór á strikinu fyrir 45 krónur danskar. þá 450 íslenskar krónur. Ég kaupi enn bjórinn á 45 krónur. En með íslensku korti kostar hann 1000 krónur. Hefur bjórinn á Strikinu hækkað?

Sama er um bensínið kæru landar. Ég kaupi nú bensínið á 9,50 krónur sem ætti að vera 95 krónur á íslandi ef ástandi hefði ekki breist.

En ef laun hafa tvöfaldast þá er ástandi að sjálfsögðu ekki svo slæmt á Íslandi.

En ef ekki þá þurfið þið kæru landar að muna að bera saman réttar tölur.

Mer finnst margt í þjóðfélaginu nú bera sama keim og gerðist stuttu fyrir hrun. Byrjað að flytja inn lúksusbíla, Ferðir erlendis hjá fyrirtækjum og einstaklingum, fatakaup og neysla erlendis med íslenskum gjaldeyri, sem fæsti hafa efni á. Já og velur verðbólgu hjá þeim sem skulda í húsnæði. Skuldir aukast bólan blæs út aftur og Íslendingar aftur orðnir hrokafullir í fréttum. Seinustu skilaboðin frá stjórnvöldum að við ættum að styðaja rússa í þeirra efnahagsþrengingum. Þvílíkt bull að 300.000 manna þjóð sé ennþá að halda að þeir séu bestir í heimi í öllu og geti reddað rússum.

Nei kæra þjóð. Ég sé slæmar bylgjur fara yfir þjóðina núna. Verstu flokkar sem hugsast getur í stjórn landsins. Auðhyggju pólitík ríkir hjá þessum flokkum sem sjá má á þeim aðgerðum sem þessir flokkar innleiða. Forsætisráðherra og fjármálaráðherre eiga nok milljarða á bankareinkningi og hafa aldrei þurft að tapa svefni vegna fjárhagsáhyggja.

En minn púntur er að hafa laun hækkað um helming frá hruni þar sem krónan hefur lækkað um helming. Ef þessarri spurningu er svarað játandi þá er jöfnuður. En ef svarið er nei, þá er vandamálið að meðal annars læknar fá helmingi hærri laun í útlandinu en á Íslandi. Hugsið smá um þetta.  


Um bloggið

Sigurður Ómar Ásgrímsson

Höfundur

Sigurður Ómar Ásgrímsson
Sigurður Ómar Ásgrímsson
Býr í Danmörku.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband